Færsluflokkur: Bloggar

15,4

-1 kíló þessa vikuna :c) er ekkert smá glöð með það, þá er kílóastaðan 151,6 var bæði að byrja á blæðingum og er engan vegin búin að vera dugleg á danska þessa vikuna... er samt ekkert búin að liggja í sukki, svo mín er bara sátt. Annars segi ég bara gleðilegt sumar Cool

 


Klaufi

Kann einhver að eyða út kommenti, ég er svo mikill auli að ég var að svara kommenti sem ég fékk hér á færsluna fyrir neðan... en ég var skráð inni á hinum aðganginum mínum Blush og ég vil ekki eins og er tengja þessi blogg saman því ég vil hafa nafnleyndina til staðar (blogga undir mínu rétta nafni í hinu blogginu)... eina sem ég fann út var að eyða færslunni og setja hana inn aftur, en þá eyðist út kommentið sem ég var að svara Crying

SVo að bestalitla, svarið er nei ég er ennþá ekki farin að hreyfa mig, en það stendur til í nánustu framtíð  


14.5 kg

Jæja ég léttist um 1.5 kg þessa vikuna vigtin sagði 152,6 ekkert smá sátt við það, og þá er ég bara einu og hálfu kg á eftir áætlun... en ég held alveg að ég nái 20 kg fyrir 20 maí, þá þarf ég að missa 1,1 kg á viku, og þá þarf ég bara að vera dugleg á danska. Tók nefnilega smá sukk í síðustu viku, og þessvegna léttist ég svona lítið... en 700 gr er svosem alveg ágætt, á ekkert að kvarta yfir því, því allt niður á við er gott. Svo hugsa ég að ég fari nú bráðum að taka hreyfingu inn í þetta líka hjá mér, en það verður bara að hafa sinn gang...

<a

15 vikur

700 gr af þessa vikuna... sé það að það er vika 15, sem þýðir það að ég er 2,1 kg á eftir áætlun... æji ég ætla samt ekkert að svekkja mig á því, ég bjóst td við að þyngjast þessa viku, þar sem veikindi spiluðu inní síðustu viktun, og ég borðaði þá vikuna mjög lítið... og fyrir utan þá svindlaði ég líka smá þessa viku (stóðst ekki franskar sem voru í boði með hádegismatnum í vinnunni einn daginn)

 

 




Langt í næsta takmark









Heildarstaðan







Heildarstaðan



 


2 tikkerar

Byrja á danska aftur á morgun, er búin að vera veik í viku,og haft litla lyst... en er samt 700gr léttari en í síðustu :c) hlakka ekkert smá til að byja að vinna á morgun og komast aftur í rútínu, hef ekki verið að vinna síðan á miðvikud fyrir páska. Annars ætla ég að hafa 2 tikkera, annar sem sýnir hvað eru mörg kg í næsta takmark, og svo hinn yfir heildar stöðuna :c)

Langt í næsta takmark

Heildarstaðan

Eftir páska...

Ég þyngdist um kíló um páskana (reyndar var sá tími mánaðirins líka), en ég er með flensuna og er komin niður í 155,6 kg 11,4 kg farin og bmi farið úr 59,2 í 54,9. Reyndar ætla ég að taka meira mark á næstu viku, þegar ég er byrjuð á danska aftur og hætt með flensuna, lifi á vatni og seriósi þessa dagana, býst alveg eins við að þyngjast í næstu viku...

Ég náði páskamarkmiðinu, en ekki aukamarkmiðinu, ég er ekkert svekkt yfir því og ætla ekki að svekkja mig á því þar sem ég náði upphaflega markmiðinu Smile svo að næsta markmið verður  önnur 10 kg fyrir 20 maí, semsagt að ég verði komin niður í 147 kg þann 20 maí... og ég á bara 8,6 kg í það Grin

 


Vesen...

Ég er í bölvuður veseni að koma tikkernum hérna inn, græni niðurteljarinn hér fyrir neða kemur bara sem slóði... sem það á ekki að vera :c( kann ekkert að laga þetta

10 kíló

er farin :c) var 157,2 í morgun ! og bmifarið úr 59,2 niður í 55,6 :c)

 

Er ekkert smá ánægð með það, er reyndar ekkert búin að vera rosalega dugleg á danska bróðurpart af síðustu viku, litla barnið mitt var veikt og ég þurfti að vera með það heima... ég þarf að hafa rútínu, það virkar best fyrir mig, en ég lagðist svosem ekkert í sukk, þar sem ég komst ekkert að versla neitt rusl haha.

Ég var búin að setja markmið í janúar byrjun að missa 10 kg fyrir páska og ég er búin að ná því, svo að ég ákvað að setja aukamarkmið 2 kg til viðbótar fyrir páska, ég þarf allavega að spíta vel í lófana ef ég ætla að ná því.

Ég finn mikinn mun á mér að hafa mist 10 kg, finn mestan muninn á fótunum og þá sértaklega hnjánum, ég réði eiginlega ekki við það að labba upp tröppurnar hjá mér, þurfti að fara skref fyrir skref, en nú get ég labbað venjulega og án þess að finna til í hnjánum.

Mér til mikillar skelfingar gerði ég þá uppgötvun um daginn að miða við hæð mína og þyngd þá munaði bara einu kílói á að það væri 1 kg á hvern sentimeter Blush en sem betur fer er það að lagfærast...

læt þetta duga þessa vikuna 

 

<a href="http://www.TickerFactory.com/weight-loss/wkC7BOV/">
<img border="0" src="http://tickers.TickerFactory.com/ezt/t/wkC7BOV/weight.png"></a>
 


tikker

Sjáum hvort þetta virki

flutningur

Ákað að skipta um blog þar sem mér fannst blogcentral ekki alveg era að gera sig :c/

ar búin að setja inn 2 færslur þar, og ætla bara að kópera þær hér inn

02.03.2008 01:46:29 / sikklida

Er ekki hætt...

Það er mikið búið að gerast hjá mér síðan ég skrifaði síðast, skilnaðarkrísa og fleira, er reyndar ekki að skilja sem stendur því við ákváðum að vinna úr okkar málum.

Allavega þá er ég byrjuð á danska, og það gengur svona sæmilega, eins og kanski sést á tikkernum hérna fyrir neðan, vigtaðist 158,3 í morgun og ég er bara sátt við það, væri svosem alveg til í að þetta væri meira, en þetta er samt gott og ætla bara að vera ánægð með það. Ég gleymdi að taka það fram í síðustu færslu að fyrir jól var ég 167 kg svo að ég er bara í góðum gír og vonast ég til að ná allavega 10 kg áfanganum fyrir páska, á 1,7 kg í það.

Ég þyrfti helst að setja það inn í prógramið að blogga eftir hverja viktun, ætla að reyna að koma því inn, ágætt að eiga eitthvað um hvernig mér líður í kringum þetta. Mér hefur svosem ekkert liðið vel útaf þessu sambandsveseni, en vanlíðanin vegna þess hlýtur að enda einhvertíman.

 

10.01.2008 21:56:15 / sikklida

Þá á að takast á við bumbupúkann

Jamm, nú skal það gerast. Ég er 164 kíló og 168 cm og með bmi 58,1 !!, og það er nokkuð ljóst að ég þarf að létta mig áður en ég ét mig í gröfina :(

Ég ætla að taka þetta í áföngum, stefnan er 10 kg fyrir páska, og það gerir kíló á viku, sem er alveg hægt.

Ég er byrjuð að hreyfa mig, fer í göngutúra og er með svona stafi, alveg ótrúlegt hvað þessi stafir gera meira úr göngutúrnum! miklu meiri hreyfing en í venjulegum göngutúr :lol:

Svo ætla ég að taka mataræðið í gegn, og fyrsta skrefið er einfaldlega að borða minna! minka sykurát og hætta að drekka gos. drekka meira af vatni.

Ég ætla að blogga mig í gegnum þetta, mér er alveg sama þó enginn fylgist með, er aðalega að gera þetta fyrir sjálfa mig :)

 




Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband