flutningur

Ákað að skipta um blog þar sem mér fannst blogcentral ekki alveg era að gera sig :c/

ar búin að setja inn 2 færslur þar, og ætla bara að kópera þær hér inn

02.03.2008 01:46:29 / sikklida

Er ekki hætt...

Það er mikið búið að gerast hjá mér síðan ég skrifaði síðast, skilnaðarkrísa og fleira, er reyndar ekki að skilja sem stendur því við ákváðum að vinna úr okkar málum.

Allavega þá er ég byrjuð á danska, og það gengur svona sæmilega, eins og kanski sést á tikkernum hérna fyrir neðan, vigtaðist 158,3 í morgun og ég er bara sátt við það, væri svosem alveg til í að þetta væri meira, en þetta er samt gott og ætla bara að vera ánægð með það. Ég gleymdi að taka það fram í síðustu færslu að fyrir jól var ég 167 kg svo að ég er bara í góðum gír og vonast ég til að ná allavega 10 kg áfanganum fyrir páska, á 1,7 kg í það.

Ég þyrfti helst að setja það inn í prógramið að blogga eftir hverja viktun, ætla að reyna að koma því inn, ágætt að eiga eitthvað um hvernig mér líður í kringum þetta. Mér hefur svosem ekkert liðið vel útaf þessu sambandsveseni, en vanlíðanin vegna þess hlýtur að enda einhvertíman.

 

10.01.2008 21:56:15 / sikklida

Þá á að takast á við bumbupúkann

Jamm, nú skal það gerast. Ég er 164 kíló og 168 cm og með bmi 58,1 !!, og það er nokkuð ljóst að ég þarf að létta mig áður en ég ét mig í gröfina :(

Ég ætla að taka þetta í áföngum, stefnan er 10 kg fyrir páska, og það gerir kíló á viku, sem er alveg hægt.

Ég er byrjuð að hreyfa mig, fer í göngutúra og er með svona stafi, alveg ótrúlegt hvað þessi stafir gera meira úr göngutúrnum! miklu meiri hreyfing en í venjulegum göngutúr :lol:

Svo ætla ég að taka mataræðið í gegn, og fyrsta skrefið er einfaldlega að borða minna! minka sykurát og hætta að drekka gos. drekka meira af vatni.

Ég ætla að blogga mig í gegnum þetta, mér er alveg sama þó enginn fylgist með, er aðalega að gera þetta fyrir sjálfa mig :)

 




Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Sigurðardóttir

velkomin í bloggið hér.....þú stendur þig vel á meðan þú stendur með sjálfri þér, óska þér góðs gengis...kveðja ókunnug......

Sigrún Sigurðardóttir, 2.3.2008 kl. 21:32

2 Smámynd: Sikklida

Takk kærlega fyrir

Sikklida, 2.3.2008 kl. 21:37

3 Smámynd: Linda litla

Vá gangi þér vel.

Linda litla, 8.4.2008 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband